Flettingar í dag: 117
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 178932
Samtals gestir: 18005
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 23:33:53

19.08.2007 22:43

Skagen



Þann 7. þessa mánaðar flugum við hjónin til Köpen og tókum þar á móti Sigurði mági mínum sem kom með öðru flugi og lögðum við þrjú af stað akandi til Svíþjóðar.Gistum við tvær nætur í Gautaborg en tókum síðan ferju yfir til Fredrikshavn sem heilsaði mér kunnuglega.Ég horfði til bryggjunnar þar sem við lentum Kambaröstinni fyrir nokkrum árum þegar hún var dregin vélarvana yfir úthafið með okkur Örn Ingólfsson og Stefán Vilbergsson innanborðs og dvöldum við Stefán þarna við leik og störf.Aðalega leik en það er önnur saga og verður sögð seinna. Þessi mynd er tekin er við lögðum af stað þaðan og héldum til Skagen.

Til Skagen kom ég sem 16 ára unglingur með Heimi SU sem var á síldveiðum í Norðursjó og landaði á markað í Skagen en síðan eru liðin mörg ár. Er við ókum inn í plássið var haldið beint niður að höfn sem hafði nú kannski aðeins tekið stakkaskiptum en bullandi athafnasemi í hverju horni.Var síðan haldið út á sjálfa skagatána sem er vinsæll ferðamannastaður með veitingahúsi og pulsubar og sporðrenndum við þessari fínu rauðsprettu á meðan við nutum hins góða útsýnis.

Skagenferðin endaði í þessum fína strætó sem flutti okkur gegn vægu gjaldi(gátum fengið skiptimiða)út á ströndina og út á tána eins langt og bílstjórinn þorði.


clockhere