Flettingar í dag: 88
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 179021
Samtals gestir: 18037
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 08:36:24

07.02.2010 01:04

Bragi SU 210



Þetta er Bragi SU 210 og var keyptur til Breiðdalsvíkur árið 1961 af Braga h/f og Hraðfrystihúsi Breiðdælinga og mældist 90 brl. Smíðaður í Bandaríkjunum árið 1944 og jafnframt fyrsta fiskiskip sem Bandaríkjamenn byggja fyrir Íslendinga. Svanur Sigurðsson, eigandi Braga h/f var skipstjóri á þessum bát á meðan hann var gerður út frá Breiðdalsvík.Ég á nokkrar minningar tengdar þessu fleyi en pabbi var um tíma vélstjóri þarna um borð á meðan hann var að bíða eftir "Heimi" sem var í smíðum úti í Noregi og fór í nokkrar siglingar til Þýskalands eða Englands á þessu tímabili í misjöfnum vetrarveðrum. Man ég eftir í eitt skiptið höfðu þeir fengið á sig góða skvettu og lögðu að bryggju með laskaðan bátapall. Bát þennan þekkti maður á löngu færi því hann hallaði stöðugt tómur og skilst mér að bátar þeir er voru byggðir eftir þessari sömu teikningu hafi borið sömu einkenni. Mynd þessa fékk ég úr safni Þórs Jónssonar á Djúpavogi en Sigurður Þorleifsson tengdafaðir hans tók myndina í kringum 1962-64 og gaf honum. Það er auðséð á myndinni að þarna er aftur mastrið horfið en það brotnaði af í einu óveðrinu þegar Bragi var að koma inn til Breiðdalsvíkur úr veiðiferð.  Endalok skipsins urðu þau að 1971 var það dæmt ónýtt og því sökkt út af Austfjörðum.      Aðrar heimildir: Íslensk skip.
clockhere