Flettingar í dag: 186
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 372556
Samtals gestir: 35319
Tölur uppfærðar: 28.1.2025 04:25:02

16.11.2006 22:30

Veðurfréttir

Þetta er nú meira dómadags veðrið sem er nú búið að herja á okkur landsmenn dag eftir dag og spáin er sú sama hvernig sem ég ligg á bæn og bið um að hann fari nú að rigna.Það er ekki lengur eins gaman þegar norðanáttin gnauðar við gluggann og var hér á árum áður.Þá sló út öllu rafmagni,hlutur sem maður kunni vel að meta því datt út sjónvarpið og stóð eins og illa gerður hlutur úti í horni og heimilisbragurinn gjörbreyttist.Bækur voru dregnar upp, sumir reyndu að hlusta á snarkið í gömlu gufunni og gátu verið furðu þolinmóðir við þá iðju.
Skólanum var aflýst, þó ekki væri nema í einn dag var það mikið fagnaðarefni fyrir ungar sálir sem öskruð af gleði og stukku út í snjóinn með tilheyrandi látum eins og þegar kúnum er hleypt út á vorin í fyrsta sinn.
Svona er lífið með sína kosti og galla....

clockhere