Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 296
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 280204
Samtals gestir: 28251
Tölur uppfærðar: 21.9.2024 06:26:06

08.10.2007 16:58

Veðrið.



Þá er veðurmyndavélin komin í gott lag aftur og sendir nú frá sér tvær skýjamyndir

sem hún tók í góða veðrinu í dag.

02.10.2007 21:47

Hvað er þetta?



Þegar dagarnir styttast og vetur gengur í garð getur verið gaman að rýna út í hinn stóra
heim sem umlykur okkur.Eitt stjörnubjart kvöld sat ég úti á svölum með sæmilega öflugan stjörnusjónauka sem ég fékk að láni og tókst að mynda þennan hnött sem sést móta fyrir hér á myndinni.
En svona án gríns.Hvað dettur ykkur í hug að þetta gæti verið við fyrstu sýn.Þetta er getraun og vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann sem verður svo heppinn að detta niður á lausnina.

22.09.2007 12:29

Veðurmyndavélin.



Svona var veðrið kl 10:30 í morgun þegar ég rak út nefið til að signa mig að góðum og gömlum sið.

13.09.2007 12:46

Jökultindur.



Svona leit Jökultindurinn út í morgun þegar ég á leið minni til Breiðdalsvíkur skaut á hann einni úr Kódakinum mínum. Verður trúlega kuldalegra um að litast þegar líður á daginn.

12.09.2007 16:40

Þvottadagar.

Nú er lag að hengja út óhreina tauið og lofa því að damla á snúrunum yfir þetta góða regntímabil. Bíða eftir góðum og brakandi þurrki,taka svo niður draslið og raða inn í skáp,málið dautt.

05.09.2007 12:09

Nýtt albúm


Kominn með nýtt albúm úr Danmerkurferðinni en á eftir að merkja við nöfn og staðarhætti,kemur síðar.

30.08.2007 13:56

Hýsing


Ég var að glugga í tölvulistann mér til fróðleiks,rakst á orðið"ferðahýsing" sem mér finnst nokkuð skemmtilegt og gæti hljómað vel í ferðamannabransanum.Svo rekur maður augun í sjónvarpshýsinguna og er þá öllum lokið.Af hverju ekki bara að kalla þetta"flakkara" sem mér finnst alveg bráðfínt orð? Bara spyr.

19.08.2007 22:43

Skagen



Þann 7. þessa mánaðar flugum við hjónin til Köpen og tókum þar á móti Sigurði mági mínum sem kom með öðru flugi og lögðum við þrjú af stað akandi til Svíþjóðar.Gistum við tvær nætur í Gautaborg en tókum síðan ferju yfir til Fredrikshavn sem heilsaði mér kunnuglega.Ég horfði til bryggjunnar þar sem við lentum Kambaröstinni fyrir nokkrum árum þegar hún var dregin vélarvana yfir úthafið með okkur Örn Ingólfsson og Stefán Vilbergsson innanborðs og dvöldum við Stefán þarna við leik og störf.Aðalega leik en það er önnur saga og verður sögð seinna. Þessi mynd er tekin er við lögðum af stað þaðan og héldum til Skagen.

Til Skagen kom ég sem 16 ára unglingur með Heimi SU sem var á síldveiðum í Norðursjó og landaði á markað í Skagen en síðan eru liðin mörg ár. Er við ókum inn í plássið var haldið beint niður að höfn sem hafði nú kannski aðeins tekið stakkaskiptum en bullandi athafnasemi í hverju horni.Var síðan haldið út á sjálfa skagatána sem er vinsæll ferðamannastaður með veitingahúsi og pulsubar og sporðrenndum við þessari fínu rauðsprettu á meðan við nutum hins góða útsýnis.

Skagenferðin endaði í þessum fína strætó sem flutti okkur gegn vægu gjaldi(gátum fengið skiptimiða)út á ströndina og út á tána eins langt og bílstjórinn þorði.


02.08.2007 00:20

Breiðafjörður.



 Þessi mynd er tekin ekki alls fyrir löngu á siglingu inn Breiðafjörð kl 4 Að morgni til.
 Ljósmyndari er Arnar Snær.

30.07.2007 01:01

Sólsetursblús.

Mynd þessi er tekin  um borð í Múlabergi af Arnari Snæ.

30.07.2007 00:18

leiðrétting


 Í frásögn minni um  Snæhvammsbæinn nefndi ég að Landa og Kambanesviti hefðu fengið yfir sig vænar kúlnagusur en það var bara reyndar Kambanesviti.Landaviti var ekki byggður fyrr en eftir stríð og leiðréttist það hér með.

24.07.2007 22:57

Fossgerðisfrændur





Í síðustu viku voru komu þeir Sigurjón Guðna og Stefán Kristmannsson hingað austur sér til ánægju og heilsubótar og einnig til að sjá hvernig ættingjarnir döfnuðu í Stöðfirsku sjávarloftinu sem er talið mjög heilnæmt og gott fyrir líkama og sál. Ákváðu þeir í framhaldinu að skreppa austur á Reyðarfjörð og skoða sig um á norðurströndinni og var mér boðið með.Þar sem veginum sleppti,lagði Stefán af stað gangandi austur í Vaðlavík en við nafnarnir ókum yfir heiðina og tókum við honum þar. Myndin er tekin af okkur rétt áður en við komum að Karlsskála.

15.07.2007 22:02

Klukk.


Hún Unnur Sólrún vinkona mín klukkaði mig um daginn og verð ég nú að telja til 8 atriði um sjálfan mig og hefst nú lesturinn..

Fyrir það fyrsta,lífsnautnamaður er.
Lítið fyrir að brasa og púla.
Ískaldan Tuborg kann ég að meta.
Rótsterkt kaffi bragðast mér vel.
Kettir eru mér að skapi.
Íþróttir eru ekki mín grein.
Tónlist vil ég heldur á hlusta.
Gott er líka að liggja og lúra.

Þá er þetta komið.Ég klukka Þóru Björk,Sólrúnu systir og Öldu Rut.
Gerið svo vel og takk fyrir mig.
clockhere