Flettingar í dag: 55
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 275
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 325536
Samtals gestir: 32104
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:20:43
Færslur: 2006 Október
29.10.2006 11:35
Sunnudagur
Þá er kominn sunnudagur og engin rigning til að horfa á renna
niður gluggarúðuna á meðan ég drekk morgunkaffið sem rennur þó glatt
niður og kætir líkama og sál.Á meðan hjalar Blöndal við Kristján eins
og lækur
á miðjum sumardegi.
á miðjum sumardegi.
Skrifað af Sigurjón
25.10.2006 22:53
Kvöld við sjóinn
Datt í hug að skella þessari mynd á síðuna og sýnir hvað trilluflotinn og tímarnir hafa breyst í áranna rás.
Skrifað af Sigurjón
22.10.2006 22:48
Heimkoman
Á stíminu sit ég með kaffið mitt og stari út um gluggann, horfi á sælöðrið baða skipið öldu eftir öldu.Horfi á fjöllin draga sig upp úr djúpinu og taka á sig síbreytilega mynd uns fjörðurinn sem er minn heimastaður opnast eins og hann vilji faðma mig. Litla þorpið kemur í ljós innan við tangann og ég er kominn heim.
Skrifað af Sjonni
21.10.2006 12:18
Hrekkjablogg
Hér í bænum þar sem við hjónin höfum gist undan farið,stendur yfir hrekkjavaka sem heimiliskötturinn stendur fyrir og situr um að hrella saklausa næturgestina með allskonar hrekkjum og brögðum.Hann hefur einstakt lag á að fikta svo í heimilistölvunni að enginn veit hver er að skrifa hverjum póst eða hver bloggará hvaða bloggsíðu.Þannig var það einn morguninn er húsfreyjan með kaffibollann sinn settist við tölvuna og setti saman þessi fínu skrif og mynd af kettinum,að það hafnaði á síðunni minni sem kötturinn var búinn að opna og þegar hún í öngum sínum ætlaði að leiðrétta þessi leiðu mistök hafði sá hinn sami náð að loka síðunni aftur og lá úti í horni og malaði.
Skrifað af Sigurjón
16.10.2006 23:31
Vetur
Nú er úti norðan vindur, ég á að vísu engar kindur
en Vinur er kominn í naust bak við hús.
en Vinur er kominn í naust bak við hús.
Skrifað af Sigurjón
15.10.2006 01:46
Símahleranir
Þegar allt logar í umræðum vegna sagna um að sími Jóns Baldvins hafi
verið hleraður þá fer maður að hugsa til baka þegar ég var hafður í
sveit fyrir sunnan fjallið til að læra þar góða siði og búa mig undir
það að verða heiðarlegur þjóðfélagsþegn.Sjálfsagt hef ég haft gott af
verunni og lært eitthvað nytsamlegt en eitt var það sem freistaði og
fáir gátu látið í friði,var náttúrulega síminn sem færði manni allar
nýjustu fréttirnar.
Trúlega hafa þessir kónar sem hleruðu símann hjá honum Jóni verið hafðir í sveit sumar eftir sumar og því verið í góðri þjálfun og maður bara spyr sjálfan sig hvort að sveitaveran sé öllum holl.
Trúlega hafa þessir kónar sem hleruðu símann hjá honum Jóni verið hafðir í sveit sumar eftir sumar og því verið í góðri þjálfun og maður bara spyr sjálfan sig hvort að sveitaveran sé öllum holl.
12.10.2006 22:59
Fimmtudagur
Þessi hjón heimsóttu mig í rigningunni í dag og sögðust vera langt að komin og báðu um húsaskjól,væru þau ýmsu vön veðurfarslega séð en aldrei upplifað á sinni löngu ævi syndaflóð sem þetta.
06.10.2006 23:05
Gamla myndin
Þessa mynd rakst ég á þar sem ég var gestkomandi í Breiðholtinu.Þetta var nokkuð stór mynd(A3) og hafði verið skilin eftir af fyrri ábúendum þar.Ég setti hana á eldhúsborðið og smellti af einni mynd.
Mér datt í hug að birta hana hér ef einhver skyldi hafa gaman af að berja þetta augum.
Köflóttu rendurnar fyrir ofan og neðan er dúkurinn á eldhúsborðinu hjá Kára og Steinu og er bara nokkuð smart.
01.10.2006 22:14
Fagrahlíð
Heldurðu að ég hafi ekki brunað upp í Fögruhlíð í góða veðrinu
ásamt Stínu minni og höfðum með okkur þrjá farþega sem samanstóðu af þeim feðgum,Stefáni Vilbergi og Hlyni.Það var allrahanda veður á þessari leið okkar,rigning,sólskyn og þegar komið var í Egilsstaði rigndi bæði og sólaði á sama augnablikinu og ótal regnbogar á lofti. Er ég ekki frá því að ég hafi náð að bruna undir einn þeirra eða svo sagði ég strákunum sem fóru þegar að upphugsa einhverjar óskir sér til handa.
Þegar við lentum í Fögruhlíð var veður kyrrt og haustið skartaði sínu fegursta eins og myndin hér ber með sér.Borðuðum nestið okkar og nutum haustkyrrðarinnar og horfðum á haustið lita gróðurinn í öllum regnbogans litum,lokuðum síðan fyrir vatnið og bjuggum húsið undir veturinn áður en við yfirgáfum staðinn.
ásamt Stínu minni og höfðum með okkur þrjá farþega sem samanstóðu af þeim feðgum,Stefáni Vilbergi og Hlyni.Það var allrahanda veður á þessari leið okkar,rigning,sólskyn og þegar komið var í Egilsstaði rigndi bæði og sólaði á sama augnablikinu og ótal regnbogar á lofti. Er ég ekki frá því að ég hafi náð að bruna undir einn þeirra eða svo sagði ég strákunum sem fóru þegar að upphugsa einhverjar óskir sér til handa.
Þegar við lentum í Fögruhlíð var veður kyrrt og haustið skartaði sínu fegursta eins og myndin hér ber með sér.Borðuðum nestið okkar og nutum haustkyrrðarinnar og horfðum á haustið lita gróðurinn í öllum regnbogans litum,lokuðum síðan fyrir vatnið og bjuggum húsið undir veturinn áður en við yfirgáfum staðinn.
Skrifað af Sigurjón
- 1