Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 259
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 279182
Samtals gestir: 28089
Tölur uppfærðar: 18.9.2024 09:36:39
Færslur: 2008 Febrúar
28.02.2008 20:42
Landið og miðin.
Þessi var að renna framhjá í dag á leið til Fáskrúðsfjarðar að færa þeim björg í bú er ég stóð á gráthólnum góða og góndi til hafs. Mér var samt enginn grátur í hug,enda veðrið með eindæmum fallegt og allar fleytur á leið til lands,svínfullar af hafsins gulli og gersemum.Ég læt ykkur um að geta til um nafnið á skipinu,hef enga hugmynd um það sjálfur.
Skrifað af Sigurjón
25.02.2008 16:19
Vetrarríki.
Skrapp í bíltúr núna rétt áðan í góða veðrinu með Kodakinn og náði þessari úti á Kambanesi ásamt fleiri myndum sem ég á eftir að koma í albúm seinna meir. Mér fannst grátlegt að hafa ekki myndavél með góðri linsu,hefði náð góðri mynd af loðnuskipinu sem silaðist þarna framhjá á leið austureftir en það verður ekki á allt kosið.
Skrifað af Sigurjón
16.02.2008 16:59
Selvog Senior.
Það eru Norskir dagar hér á síðunni hjá mér og sýnir skip sem landaði kolmunna á Fáskrúðsfirði þann 13. Spurning hvort Franskir dagar verði ekki aflagðir eftir þessa vertíð og horft til Noregs í staðinn.......
Skrifað af Sigurjón
12.02.2008 22:48
Havskjer.
Þessa Norsku glæsifleytu sá ég rétt áðan inni á Fáskrúðsfirði þegar ég ók þar í gegn frá vinnu minni.Eitt af mörgum sem prýðir bryggjukantinn þar á bæ þessa dagana.
Skrifað af Sigurjón
07.02.2008 13:32
Já Já.
Það er trúa mín að þegar þessu kuldakasti lýkur,muni sólin bræða þennan snjó sem hlaðist hefur upp hægt og rólega,jörðin komi iðjagræn undan vetri.Ég er alla vega búinn að ákveða þessi ósköp og því verður ekki breytt úr þessu nema síður sé.
Þessi berjabrekkumynd var tekin fyrir nokkrum árum og spurt er:Hvar er þessi mynd tekin?
01.02.2008 22:05
Veðrið.
Nú er það dökkt maður,allt orðið hvítt.Þvílík himnasæla sem mætti manni þegar ég skreið fram úr í gærmorgun og ætlaði að taka veðrið í leiðinni.
- 1