Flettingar í dag: 55
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 275
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 325536
Samtals gestir: 32104
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:20:43

Færslur: 2009 Ágúst

31.08.2009 00:05

Ljósakvöld.



Ljósakvöldið hjá Petru í Steinasafninu var vel heppnað. Fjöldi manns mætti á staðinn og veðrið var eins og best er hægt að hugsa sé það.Myndir er að finna í nýju albúmi hér á síðunni.

26.08.2009 23:59

Drangey.



Ég varð nú að smella einni á Drangey og kellingunni sem stendur enn þó kallinn sé fallinn en hann hrundi niður fyrir einhverjum árum.

23.08.2009 12:48

Hólshyrna.



Þessi er tekin á Sigló fyrir stuttu og þetta er fjallið sem fólk rekur augun einna fyrst í þegar það heimsækir fjörðinn enda fallegt og mikið á að horfa.Ég held að það heiti, Hólshyrna(gleymdi að spyrja þegar ég var þarna) en leiðréttið mig ef ég fer rangt með.

19.08.2009 23:11

Ágústkvöld á Siglufirði.



Þessa mynd tók ég fyrir nokkrum dögum þegar við hjónakornin gistum á tjaldsvæðinu sem er nokkra metra frá smábátahöfninni á Siglufirði.Við vorum þarna í 2 daga og fengum alveg glampandi sól allan þann tíma sem við stoppuðum þarna. Hittum aðeins á Arnar sem er á Múlaberginu en skipið kom til löndunar fyrri morguninn okkar þarna og fór út um kvöldið. Efri myndin sýnir skipið þar sem það er að leggja af stað á miðin.

10.08.2009 13:35

Fiskidagar.



Það var gaman að labba um Dalvíkur bæ og kíkja á iðandi mannlífið og sérstaka aðdáun mína vakti þessi snotri ferðabíll sem stóð þarna á planinu og baðaði sig í athygli..
  • 1
clockhere