Flettingar í dag: 34
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 458240
Samtals gestir: 38365
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 11:16:43
Færslur: 2011 Júní
05.06.2011 17:47
Sjómannadagurinn.

Þegar ég horfi á þessa mynd,hverf ég mörg ár aftur í tímann og minnist hátíðarhaldanna sem fylgdu Þessum sjómannadegi. Allir bæjarbúar drifu sig niður á bryggju og byrjuðu daginn á að demba sér í skemmtisiglingu með fiskiskipum staðarins sem voru,Kambaröst og Haddur en Heimir var í smíðum úti í Noregi. Ég var smá gutti þegar þessi mynd var tekin og stend uppi í bassaskýlinu ásamt félögum mínum og þótti okkur þetta mikil upplifun.Eftir að lagst var að bryggju hófust hátíðarhöldin. Kalli Kristjáns skipsstjóri skaut upp neyðarblysi um borð í Kambaröstinni og í framhaldi af því var línu skotið yfir á litlu bryggju og Vífill Karlsson dreginn yfir á bryggjuna í björgunarstól. Svona leið dagurinn og svona voru þeir margir eins og allir muna. Í framhaldi af þessum vangaveltum óska ég öllum sjómönnum til hamingju með daginn...........
Skrifað af Sigurjón
- 1