Flettingar í dag: 467
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 67
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 133911
Samtals gestir: 7533
Tölur uppfærðar: 1.4.2023 13:47:43

Færslur: 2011 Ágúst

23.08.2011 22:45

Smá fréttaskot.Þeir sem hafa einhvern áhuga á pallasmíði geta kíkt inn á albúmið:Pallurinn okkar.Þar gefur að líta vörpulega menn sem eru ákveðnir í að koma saman palli sem hægt er að feta sig uppá án þess að eiga von á því að hann hrynji undir manni en þetta hef ég verið að dunda við undanfarna daga ásamt Reyni Bárðarsyni sem hefur nú verið potturinn og pannan í þessum framkvæmdum og er þaulreyndur smiður.Án hans hefði ég staðið með hamarinn í höndunum og ekkert vitað hvar ég ætti að byrja eða enda. Smíðin tók 6 daga næstum eins og segir í sköpunarsögunni og við hvíldum okkur á 7. degi og held ég að skaparinn hafi verið þokkalega sáttur við okkur því hann hélt veðrinu ágætlega mildu og fínu þó alltaf væri verið að spá einhverjum norðaustan rudda sem lítið varð úr.
Þó komu nokkrir skúrir einn daginn sem var kærkomið því þá sáum við ástæðu til að læðast í skjól og slóra svolítið yfir kaffibolla og sætabrauði, rukum síðan orkumiklir út aftur og unnum á tvöföldum hraða á meðan sykurinn og koffínið var að rjúka úr okkur.Næst á dagskránni er hvíld og aftur hvíld þar til sumarfríið er búið. Eigið góðar stundir.
  • 1
clockhere