Blog records: 2006 N/A Blog|Month_9
27.09.2006 23:47
Ljós
Þessi mynd er tekin þegar ég var á leiðinni á hið árlega ljósakvöld hjá Petru Sveinsdóttur fyrir skömmu.
23.09.2006 01:30
Haustið
Haustið er komið og grundirnar grána,gulna,roðna og blána í einstökum tilvikum eins og gengur.Börnin eru farin að safnast saman í skólum landsins. Ég er líka kominn í skóla sem er grunnskólinn á Reyðarfirði og þar er líf og fjör.Innan um öll börnin erum við rafmagnskallarnir ásamt trésmiðum blikkurum og fleirum.Þar sem svona mörg verk eru í gangi,finnst mér að stað þess að setja börnin í smíðatíma ætti að gefa þeim kost á að hjálpa til við að draga í rafmagnsrör,dúk og parketleggja eða flota eitt stykki gólf.Það vantar ekki áhugann því að náunginn sem var við síðastnefndu iðju var með tíu krakka ´nánast á bakinu sem vildu vita allt um það sem hann var að gera.Hann leysti greiðlega úr öllum þeirra spurningum á meðan hann lá þarna á hnjánum og dreifði úr steypugutlinu og hafði þolinmæðina +gamansemina á hreinu. Mér datt þetta bara í hug.
17.09.2006 13:49
Blessuð rigningin
Verður þetta þá ekki orðin eldgömul kelling og engin rigning, bara þurrkur?Ég bara spyr.
16.09.2006 23:26
Gamla myndin
12.09.2006 21:12
Frá degi til dags
stíg sem liggur niður eftir gömlum árfarvegi og endar niður á sléttunni.Sólin er farin að lækka flugið og skýn beint framan á mig uns hún hverfur á bak við fjallið stóra sem allir horfa til þegar þeir koma niður á sléttuna.
Myrkrið hellist yfir og ég finn gott rjóður þar ég spretti af hestinum, kveiki eld og fæ mér matarbita.Ligg síðan og
horfi upp í stjörnuflóðið þar til ég sofna.
07.09.2006 19:15
Viðbót
á góðri stund.
Mun bæta við myndum frá snæhvammsdjamminu á næstunni punktur...
02.09.2006 23:59
2.september
ásamt ótal tertum og kökum sem runnu viðstöðulaust niður, varð að beita hörku til að rífa mig frá veisluborðinu.
Ég hélt síðan áfram með klæðninguna og nurlaði upp tveim plötum sem mér finnst töluvert afrek, segi enn og aftur:Margt smátt gerir eitt stórt.Ég verð mjög feginn þegar ég get farið að rífa þetta timburvirki sem stendur
utan í húsinu og farið að lifa aftur eðlilegu og heilbrigðu lífi.
Þegar við Arnar vorum að byggja þetta ferlíki,kom eitt stykki maður svífandi í fallhlíf og lenti á balanum.eins og ekkert væri.Við feðgar minnugir golfbanninu sem sett var á með pomp og pragt fyrr á árinu,veltum vöngum yfir því hvort ekki væri kominn tími til að banna slíkar lendingar.Þetta er alveg stórhættulegt.
- 1