Flettingar í dag: 432
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 275
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 325913
Samtals gestir: 32169
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:50:58

28.08.2006 20:05

Þá kom sólin

Ég er ekki enn búinn að ná því hvernig það er að stunda tímavinnu daginn út og daginn inn eftir að hafa verið á sjónum meira og minna í 20 ár sem mér finnst nú bara orðið nokkuð góður tími.
Það var skrítin tilfinning fyrsta daginn að fara að vinna í rafmagni kl 8 og aka svo heim til sín um kvöldið
og hafa þann tíma bara fyrir sig og fjölskylduna.Úti á hafinu myndi maður göslast í sína koju,láta sér líða í brjóst
í smá tíma þangað til kokkurinn kveikir öll ljós og býður manni að matast.
Ég mun trúlega á næstunni koma með einhverjar frásagnir sem tengjast sjónum og myndir munu fylgja í kjölfarið. Það er ekki logið á þessa veðurfræðinga sem spáðu rigningu,sólin kemur upp með það sama.
                                                                       

clockhere