Flettingar í dag: 55
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 275
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 325536
Samtals gestir: 32104
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:20:43
Færslur: 2007 Mars
28.03.2007 21:02
Kvöldtónar
Það leynir sér ekki að sumarið er að ganga í garð með sunnan þey og kröftugum fuglasöng snemma á morgnana.Lóan er komin og gæsakvak heyrir maður líka á stundum sem gleður mig óstjórnlega og fæ ég alltaf vatn í munninn þegar ég heyri þeirra fagra söng og sé fyrir mér borð hlaðið villibráð ásamt fleira góðgæti.
Lóan er sögð góð líka en ég vil frekar heyra sönginn hennar.
26.03.2007 22:46
Af hverju...........
Brotnar spaghetti prjónninn alltaf í þrjá hluta þegar hann bognar?
Skrifað af Sigurjón
23.03.2007 22:27
Veðurfréttir.
Það var ljóta veðrið í nótt.Ég var nú bara hræddur.
Rútugreyið titraði og skalf, bílstjórinn var mæddur.
Skrifað af Sigurjón
19.03.2007 00:00
Stöðfirsk fiskiskip
Hún Þóra Björk kom færandi hendi og stakk að mér myndum af Gunnari SU sem pabbi hennar átti og Kristínu sem pabbi átti. Stakk ég þeim í fiskiskipaalbúmið ásamt fleiri myndum ef þið viljið kíkja.Mig vantar myndir af mestöllum trilluflotanum og myndi ég þiggja það með þökkum ef einhver vill senda mér.
Skrifað af Sigurjón
17.03.2007 00:26
Balinn
Ég heyrði fyrir skömmu að í ráði væri að útbúa sparkvöll á balanum okkar góða.Það það hefur alltaf verið mikill höfuðverkur hvað gera ætti við þennan blett.Sumir vildu byggja þarna ámeðan aðrir vildu gróðursetja þarna tré og enn aðrir útbúa íþróttaparadís.Mín tillaga er sú að hver fjölskylda eða jafnvel einstaklingur fái úthlutað vissum fermetrafjölda fyrir sig og framkvæmi þar eitthvað sem hún eða hann hafi áhuga á.
Það kæmi vel út og málið er dautt...
Skrifað af Sigurjón
08.03.2007 23:30
Áfram stelpur
Til hamingju með daginn og gangi ykkur allt í haginn.
Skrifað af Sigurjón
07.03.2007 12:41
Út um gluggann minn
Þar sem sumarið er nú á næstu grösum,langar mig til að demba þessari mynd á skjáinn til að flýta aðeins vorkomunni sem allir eru farnir að horfa til býst ég við.Þessi mynd er tekin fyrir nokkrum árum
á gömlu konica vélina mína sem er nú í lamasessi vegna elli og töluverðrar brúkunar.Ég hafði gardínuna með vegna þess að mér þótti hún svo falleg og passa vel við þetta allt saman.
- 1