Flettingar í dag: 55
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 275
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 325536
Samtals gestir: 32104
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:20:43
Færslur: 2011 Janúar
19.01.2011 00:08
Siglt með ströndum.
Þessi er tekin af Arnari Snæ um borð í Mánaberginu og sýnir Hvanndalabjarg sem rís úr sæ er komið er inn til Ólafsfjarðar að ég best veit.Það er oft skemmtilegt að sigla nálægt landi þegar svona náttúrufegurð er í boði..
Skrifað af Sigurjón Snær.
04.01.2011 15:16
Gleðilegt nýtt ár!
Ég læt þetta verða fyrstu mynd ársins enda ekki amalegur staður til að rölta um og njóta. Því miður fyrir mig hefur krían líka mikinn áhuga á þessum fallega stað og er ekkert við því að segja nema ríghalda í þann hugsunarhátt að allir séu vinir í skóginum.
Fyrir stuttu sagði Auður frænka mín mér frá því að þegar hún var lítil stúlka í Laufási,hefði það verið hápunktur sumarsins er fjölskyldan tók sig til og sigldi á trillunni "Hlýra" sem Sólmundur átti, inn allan ósinn eins langt og Hlýrinn flaut. Var stigið á land og legið í berjamó þangað til flæddi að á ný og hægt var að sigla út ósinn með fleytifullar berjafötur,galtóma kaffibrúsa og bitabox. Maður ætti að gera meira af því að skrifa niður frásagnir hjá eldra fólki sem er hafsjór af minningum eins og fyrrnefnd frænka mín.
Skrifað af Sigurjón
- 1