Flettingar í dag: 100
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 305882
Samtals gestir: 30966
Tölur uppfærðar: 1.11.2024 01:35:39
28.08.2006 20:05
Þá kom sólin
Ég er ekki enn búinn að ná því hvernig það er að stunda tímavinnu
daginn út og daginn inn eftir að hafa verið á sjónum meira og minna í
20 ár sem mér finnst nú bara orðið nokkuð góður tími.
Það var skrítin tilfinning fyrsta daginn að fara að vinna í rafmagni kl 8 og aka svo heim til sín um kvöldið
og hafa þann tíma bara fyrir sig og fjölskylduna.Úti á hafinu myndi maður göslast í sína koju,láta sér líða í brjóst
í smá tíma þangað til kokkurinn kveikir öll ljós og býður manni að matast.
Ég mun trúlega á næstunni koma með einhverjar frásagnir sem tengjast sjónum og myndir munu fylgja í kjölfarið. Það er ekki logið á þessa veðurfræðinga sem spáðu rigningu,sólin kemur upp með það sama.
Það var skrítin tilfinning fyrsta daginn að fara að vinna í rafmagni kl 8 og aka svo heim til sín um kvöldið
og hafa þann tíma bara fyrir sig og fjölskylduna.Úti á hafinu myndi maður göslast í sína koju,láta sér líða í brjóst
í smá tíma þangað til kokkurinn kveikir öll ljós og býður manni að matast.
Ég mun trúlega á næstunni koma með einhverjar frásagnir sem tengjast sjónum og myndir munu fylgja í kjölfarið. Það er ekki logið á þessa veðurfræðinga sem spáðu rigningu,sólin kemur upp með það sama.
Skrifað af sjonni
26.08.2006 14:01
Plútó
Ég gleymdi að geta þess að nafnið á slóðinni er komið til af hreinni
samúð í garð ofangreindrar reikistjörnu sem missti titilinn
:reikistjarna og er nú bara einhver óhamingjusamur klettur á sveimi úti
í hinum dimma alheimi.
Skrifað af Sjonni
25.08.2006 19:28
Föstudagur
Ég setti inn nokkrar myndir til að sýna breytingarnar á mínu gamla og
góða húsi.Þetta er í annað sinn sem ég tek þátt í því að klæða kofann
því að seint á áttunda áratug síðustu aldar stóðu þeir Kjartan og
Friðrik þarna við
austurstafninn í fimbulkulda ásamt okkur Garðari og létu hamarshöggin dynja á húsinu.
austurstafninn í fimbulkulda ásamt okkur Garðari og létu hamarshöggin dynja á húsinu.
Skrifað af Sjonni
25.08.2006 00:07
Fæðing
Þetta er ný síða sem nú er að fæðast og er ætlað að sýna hvað ég hef fram að færa í máli og myndum.
Skrifað af Sigurjón