Flettingar í dag: 55
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 275
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 325536
Samtals gestir: 32104
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:20:43
17.12.2009 12:17
Desembermorgunn.
Svona var útlitið um kl 10 í morgun,sólin að að koma í ljós og reynir að lyfta sér yfir hnútuna með litlum árangri.
Skrifað af Sigurjón
18.11.2009 23:50
Síldarvertíð.
Ég stal þessari mynd af bloggi þeirra Hoffellsmanna sem sýnir hvar Jóna Eðvalds er að dæla inn gulli hafsins á Breiðafirði fyrir stuttu.Hoffellið kom í gærmorgun með 350 tonn til Fáskrúðsfjarðar og er síldarvertíðin búin hjá þeim þetta árið.
Skrifað af Sigurjón
22.10.2009 22:14
Myndirnar hans Dodda.
Hér kemur enn ein gamla myndin en þessa tók Doddi frændi minn þegar hann var að vinna á Stöðvarfirði á sínum ungdómsárum og var ávalt með vélina á lofti hvar sem hann var staddur.
Í fremri röð sýnist mér vera: Erna Jóns,Guja Friðgeirs,Svandís Helga og Ester Pálsdóttir.
Aftari röð: Geir Pálsson, Þórólfur Friðgeirs og Sigurjón Guðna(eða Kjartan Guðjónsson) Kannski ekki rétt hjá mér en leiðréttið mig ef ég fer rangt með en þangað til...Góðar stundir.
Skrifað af Sigurjón
17.10.2009 13:20
Gullaldarárin.
Ég komst í magnað albúm sem inniheldur myndir úr atvinnulífinu og er í eigu mömmu minnar og eru flestar myndir teknar í salt og harðfiskhúsinu trúlega í kringum 1977. Ég þarf ekki að nafngreina þetta heiðursfólk,kem með albúm þegar ég er búinn að skanna inn þessa dýrgripi en þangað til,,,Hafið það sem allra best.
Skrifað af Sigurjón
07.10.2009 17:00
Þessa mynd...
Og fleiri er að finna í nýju albúmi með gömlum myndum frá Snæhvammi sem Herborg hefur verið að draga upp úr gömlum hirslum þar á bæ og sendi mér. Ég læt ykkur kæru lesendur um að geta til um hvaða myndarlega fólk stillir sér þarna upp fyrir framan Ástu og myndavélina hennar.
Skrifað af Sigurjón
29.09.2009 23:42
Haust.
Það var fallegt þarna uppfrá í dag er við Arnar fórum þangað með eldivið og ganga frá fyrir veturinn.
Stafalogn var og skýlaus himininn og fjöllin spegluðu sig í vatninu sem sýndist ekki lengur vera vatn heldur himinn og fjöll.
Skrifað af Sigurjón
19.09.2009 13:00
Farartæki.
Ég var búinn að heyra ávæning af því í fjölmiðlum að kominn væri tími á það að færa öll tjald-felli og hjólhýsi til skoðunar eins og öll önnur skráð farartæki á hjólum og er það vel. Hins vegar finnst mér það hálf snúið þegar vagninn er kominn í geymslu,fæ ég sms boð frá sýslumanni að ef tilgreint farartæki verði ekki fært til skoðunar fyrir 1. okt, verði mér gert að snara út 15000 kaaaalli. Mér finnst nú að þessir kallar ættu að standa rétt að þessu og tilkynna formlega þessi ósköp,það er vaninn en kannski hef ég misst af einhverju..........
Skrifað af Sigurjón